Fara í efni

Bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrsta konan til að flytja Passíusálmana í heild sin

Bæjarlistamaður Seltjarnarness Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona er fyrsta konan til að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í heild.
Ragnheiður Steindórsdóttir

Bæjarlistamaður Seltjarnarness Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona er fyrsta konan til að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í heild. Ragnheiður flutti Passíusálmana í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa 10. apríl sl.

Stóð flutningurinn yfir í um 6 klukkustundir og flutti Ragnheiður textann af smekkvísi, virðingu og næmni og var upplifunin yndisleg að sögn viðstaddra.

Þá var tónlistarflutningur þeirra Elísabetar Waage hörpuleikara og Matthíasar Nardeau óbóleikara hátíðlegur og fallegur.

Margir komu og fóru en þétt var setið mest allan tímann og þegar mest var, þá voru um 150 kirkjugestir

Elísabet Waage og Matthíasar Nardeau


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?