Fara í efni

Þjónustukort í boði á Seltjarnarnesi fyrir atvinnulausa eða fólk í skertu starfshlutfalli

Þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu snerta einnig íbúa á Seltjarnarness eins og aðra landsmenn. Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í lok mars var ákveðið að Seltjarnarnesbær myndi hafa frumkvæði að því að fylgjast með þróun atvinnuástandsins meðal íbúa bæjarins og leita leiða til að koma til móts við þá sem misst hafa vinnu sína á síðustu misserum.

Þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu snerta einnig íbúa á Seltjarnarness eins og aðra landsmenn. Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í lok mars var ákveðið að Seltjarnarnesbær myndi hafa frumkvæði að því að fylgjast með þróun atvinnuástandsins meðal íbúa bæjarins og leita leiða til að koma til móts við þá sem misst hafa vinnu sína á síðustu misserum.

Í því ljósi telur bæjarstjórn Seltjarnarness þýðingarmikið að fá glögga yfirsýn yfir raunverulegar aðstæður bæjarbúa, svo sem fjölda þeirra sem misst hafa vinnu á undanförnum mánuðum eða hafa þurft að lúta skerðingu starfshlutfalls. Á heimasíðu bæjarins er hnappur sem kallast „Hefur þú misst vinnuna?"  þar er geta bæjarbúar skráð sig til að þiggja þjónustukort. Eru allir þeir sem eru atvinnulausir eða eru í skertu starfshlutfalli með lögheimili á Seltjarnarnesi hvattir til að skrá sig.

Taka ber fram að skráning á heimasíðu bæjarins er ekki tengd skráningu Vinnumálastofnunar og veitir því ekki rétt til atvinnuleysisbóta.

Þjónustukortið er eitt af þeim úrræðum sem bæjarbúum stendur til boða, en með þjónustukortinu er veittur gjaldfrír aðgangur að Sundlaug Seltjarnarness, líkamsrækt í World Class og bókasafnskorti á Bókasafni Seltjarnarness.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?