Fara í efni

Frábær fjölskyldudagur í Gróttu

Fólk á öllum aldri frá kornabörnum til einstaklinga um nírætt streymdi út í Gróttu í morgun á árlegum fjölskyldudegi í eynni.
Sökum flóðatöflunnar og hve snemma varð að opna í dag voru menn uggandi um að færri kæmu en svo varð ekki.

Gulir,-raudir...Fólk á öllum aldri allt  frá kornabörnum til einstaklinga um nírætt streymdi út í Gróttu í morgun á árlegum fjölskyldudegi í eynni.

Sökum flóðatöflunnar og hve snemma varð að opna í dag voru menn uggandi um að færri kæmu en svo varð ekki.


Litlu börnin vakna snemma og þrátt fyrir súld þá var logn og gestir klæddu sig eftir veðri í gulum, rauðum og grænum regnkápum og stöku menn með regnhlíf.ungir-og-gamlir 

Börnin voru með fötur og poka margir voru búnir að finna sér skeljar og kuðunga sem þeir ætluðu með heim.

Þang og þari voru um alla fjöru og fuglinn í óða önn að sinna vorverkunum. Í þessu veðri var ró yfir æðarfuglinnum í fjörunni.

Vitinn-2-a-uppleidVitinn er aðdráttarafl á Gróttudeginum enda búið að opna inn í hann og margir lögðu leið sina alla leið upp þó ekki sé auðfarið alla leið.

Vitinn hafði verið skreyttur með myndverkum og hannyrðum nemenda sem prýddu alla palla vitans - mjög skemmtilegt og áhugavert að skoða verkefni nemendanna.

Bedid-eftir-vofflumStarfsfólk Grunnskólans sá um vöfflubakstur og kaffisölu og máttu hafa sig allt við að hafa undan ásókninni í sætabrauðið. Um leið og borð losnuðu settist næsti hópur niður og beðið var í tröppunum eftir sæti.
Nýbakaðar Vöfflur, rjóminn og rabbarbarsultan stóðust væntingar og glöddu gesti.

  

Lalli töframaður og eldri skólakór grunnskólans, Meistari Jakob skemmtu gestum milli kl. 11 og 12.Vofflukaffi

Björgunarsveitin Ársæll brást ekki. Mættur var bíll frá sveitinni og menn tilbúnir að aka gestu sem ekki treystu sér fótgangandi og er mikið öryggi að nærveru sveitarinnar á svona stórum degi í eynni.

Hætt var að taka á móti gestum kl. 13:00 og er verið að ganga frá og koma dótinu í land áður en flæðir að aftur.

 

 

Öllum sem tóku þátt í Gróttudeginum 2011 er þakkað fyrir ánægjulegan dag.

Vitinn-1

 

 

 

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?