Fara í efni

Betri rekstrarniðurstaða árið 2010 en áætlun gerði ráð fyrir.

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins.

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins.

Rekstur Seltjarnarnesbæjar árið 2010 er mun betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hagnaður á samstæðu A og B hluta er 659 þús.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tapi að fjárhæð 141 mkr. Er hér um mikinn viðsnúning að ræða frá árinu 2009 þegar tap ársins vegna rekstrarsamstæðu var 728 mkr.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi bæjarins fyrir árið 2010. Hann fer til fyrri umræðu í bæjarstjórn Seltjarnarness í dag.

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu. Með markvissum aðhaldsaðgerðum hefur tekist að ná betri rekstrarafkomu á árinu 2010 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins. Það er því afar mikilvægt að fylgst sé áfram vel með framvindu í afkomuþróun á næstu misserum þannig að unnt verði að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér um að standa vörð um grunnþjónustu við íbúana en halda þó þeim fjárhagslega styrkleika sem hefur verið eitt megineinkenni Seltjarnarnesbæjar á liðnum árum.

Seinni umræða um ársreikning Seltjarnarness fyrir árið 2010 verður á fundi bæjarstjórnar þann 24. maí næstkomandi.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?