Fara í efni

Lausaganga hunda er bönnuð á Seltjarnarnesi

Undanfarið hefur talsvert verið kvartað vegna lausagöngu hunda á Seltjarnarnesi og vill Hundaeftirlit Seltjarnarness því minna á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á Seltjarnarnesi

Undanfarið hefur talsvert verið kvartað vegna lausagöngu hunda á Seltjarnarnesi og vill Hundaeftirlit Seltjarnarness því minna á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á Seltjarnarnesi, svo sem á göngustígum og á útisvæðum Seltjarnarnesbæjar en ekki er heimilt að sleppa hundum lausum innan bæjarmarka Seltjarnarness.
Sjá Samþykkt um hundahald nr. 579/2008

Hundaeftirlitið vill einnig minna á að bannað er að vera með hunda á friðlandi Bakkatjarnar og Gróttu um varptíma fugla sem er frá 1. maí til 15. júlí.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?