Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast frá gosinu í Grímsvötnum aðfararnótt 23. maí. Þá voru mæligildi svifryks há. Reikna má með að mæligildin komi til með að sveiflast áfram. Öskufall á höfuðborgarsvæðinu var samt ekkert í líkingu við það sem hefur verið fyrir austan fjall og á Suðurlandi.
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast frá gosinu í Grímsvötnum aðfararnótt 23. maí. Þá voru mæligildi svifryks há. Reikna má með að mæligildin komi til með að sveiflast áfram. Öskufall á höfuðborgarsvæðinu var samt ekkert í líkingu við það sem hefur verið fyrir austan fjall og á Suðurlandi. Mælingar hafa sýnt hátt svifryk í lofti á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum í umferðinni, þegar vindur er sterkur og jörð þurr. Er þar að einhverju leyti á ferðinni gosaska sem þyrlast upp.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við verklag sem viðhaft var í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Veðurstofa Íslands spáir áfram norðlægum áttum sem að öllum líkindum ná að halda gosösku frá höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður er full ástæða til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning vegna eldgossins. Munu heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu öllu fylgjast náið með loftgæðum og vatnsbólum borgarinnar allan sólarhringinn. Verða sendar út viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.
Fundir hafa farið fram þar sem fulltrúar sveitarfélaganna og viðbragðsaðila hafa rætt hugsanleg áhrif eldgossins. Yfirvöld fylgjast náið með gangi mála og vakta loftgæði á nákvæman og áreiðanlegan hátt. Verða allar fréttir af breytingum á loftgæðum sendar út jafnóðum á vefsvæði Seltjarnarnesbæjar.
Ólíklegt er talið að vatnsból spillist jafnvel þótt aska berist yfir svæðið enda er neysluvatnið fengið af allnokkru dýpi úr miklum grunnvatnsstraumum.
Íbúar eru hvattir til fylgjast vel með fréttum og kynna sér ennfremur upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Almannavarna, http://www.almannavarnir.is/, heimasíðu umhverfisstofnunar http://www.ust.is/ og heimasíðu landlæknis http://www.landlaeknir.is/
Reglur um viðbrögð skóla við óveðris sem eiga einnig við um öskufall, eru að finna á vef Grunnskóla Seltjarnarness
Öskufall: Leiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur. 308 kb
Hætta á heilsustjóni vegna gosösku 1,2 mb