Fara í efni

Fuglaskoðun á Nesinu

Umhverfisnefnd stóð fyrir vel heppnaðri fuglaskoðunarferð á Nesinu síðast liðinn laugardag í fylgd Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.

Fuglaskoðun 2011Umhverfisnefnd stóð fyrir vel heppnaðri fuglaskoðunarferð á Seltjarnarnesi síðast liðinn laugardag í fylgd Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.

Gengið var í kringum golfvöllinn og fuglalífið skoðað bæði út á sjó og inná landið.

Stór hópur margæsa var á svæðinu og einnig sáust tildrur, æðarfugl, gæsir, rauðbrystingur, tjaldur, ýmsar endur og ein kría. Einnig sást selur.

Síðan var farið að Bakkatjörn og fuglalífið skoðað þar sem meðal annars mátti sjá Svandísi.

Fuglaskoðun 2011Fimmtíu manns tóku þátt í göngunni í ágætu veðri

.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?