22.02.2012
Íþróttamenn ársins 2011 eru Guðmundur Reynir Gunnarsson og Borghildur Erlingsdóttir
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson og kraftlyftingakonan Borghildur Erlingsdóttir eru íþróttamenn ársins 2011.
21.02.2012
Tónlistarhlaðborð
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Seltjarnarness laugardaginn 18. febrúar. Fjöldi manns sótti opið hús, þar sem nemendur og kennarar buðu upp á sýnishorn af öllum stílbrigðum tónlistar sem kennd er við skólann.
06.02.2012
Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur
Í dag, mánudaginn 6. febrúar, er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Leikskóla Seltjarnrness og öðrum leikskólum landsins
27.01.2012
Leikur og nám í leikskólum
Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng), og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu í gær samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum.
25.01.2012
Myndarlegur styrkur til sérverkefna
Seltjarnarnesbæ var á dögunum úthlutað styrk að upphæð 1,2 milljónum til sérverkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu.
24.01.2012
Vefur Seltjarnarnesbæjar einn af 5 bestu vefjum íslenskra sveitarfélaga
Síðastliðinn miðvikudag, 18.janúar voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og viðurkenning veitt fyrir bestu opinberu vefina en vefur bæjarins er meðal fimm bestu vefja sveitarfélaga..
23.01.2012
Á ferðinni
Nú stendur yfir sýning á verkum myndmenntahóps í efri bekkjum Grunnskóla Seltjarnarness á bæjarskrifstofunum við Austurströnd. Verkin verða til sýnis út janúarmánuð.
21.01.2012
Jóhann G. Jóhannsson bæjarlistamaður 2012
Í dag var tilkynnt val Menningarnefndar Seltarnarness á bæjarlistamanni 2012: Jóhann G. Jóhannsson leikari. Er það í fimmtánda sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er valinn.
16.01.2012
Slysavarnardeildin Varðan og Björgunarsveitin Ársæll styrkja Seltjarnarneskirkju
Slysavarnadeildin Varðan og Björgunarsveitin Ársæll tóku þátt í guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 15. janúar.