Fara í efni

Tónlistarhlaðborð

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Seltjarnarness laugardaginn 18. febrúar. Fjöldi manns sótti opið hús, þar sem nemendur og kennarar  buðu upp á sýnishorn af öllum stílbrigðum tónlistar sem kennd er við skólann.

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Seltjarnarness laugardaginn 18. febrúar. Fjöldi manns sótti opið hús, þar sem nemendur og kennarar  buðu upp á sýnishorn af öllum stílbrigðum tónlistar sem kennd er við skólann.  Í kennslustofum voru hljóðfærakynningar, þar sem kennarar kynntu sín hljóðfæri og var gestum boðið að prófa hljóðfærin undir leiðsögn.

Dagur tónlistarskólanna er haldinn síðasta laugardag í febrúarmánuði ár hvert, en var að þessu sinni viku fyrr á ferðinni á Seltjarnarnesi vegna vetrarleyfa skólanna. Við þetta tækifæri efna tónlistarskólarnir til hátíðar hver á sínum stað, sem er ávallt skemmtilegt innlegg í menningarlíf hvers byggðarlags. Í Tónlistarskóla Seltjarnrness eru nú um 220 nemendur og þar starfa rúmlega 20 kennarar. Auk þess eru starfandi tvær lúðrasveitir við skólann, fjöldi samspilshópa og hljómsveita.

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012

Dagur tónlistarskólanna 2012


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?