Fara í efni

Vefur Seltjarnarnesbæjar einn af 5 bestu vefjum íslenskra sveitarfélaga

Síðastliðinn miðvikudag, 18.janúar voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og viðurkenning veitt fyrir bestu opinberu vefina en vefur bæjarins er meðal fimm bestu vefja sveitarfélaga..

Hvað er spunni í opinbera vefi 2011 - merkiSíðastliðinn miðvikudag, 18.janúar voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og viðurkenning veitt fyrir bestu opinberu vefina en vefur bæjarins er meðal fimm bestu vefja sveitarfélaga.

Úttektin var framkvæmd af Deloitte fyrir Ský, skýrslutæknifélag Íslands í ár en sambærileg úttekt hefur verið gerð annað hvert ár frá 2005. Markmið úttektar er að meta gæði vefjanna, fá yfirlit yfir þjónustu sem er í boði og til þess að fylgjast með þróun og breytingum. Alls voru  267 vefir teknir til skoðunar í ár og þar af voru 70 sveitarfélög sem tóku þátt í úttektinni.

Vefur Seltjarnarnesbæjar var tilnefndur til verðlauna fyrir besta vef sveitarfélags en einnig voru tilnefndir vefir Akureyrar, Garðabæjar, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Vefur Akureyrarbæjar www.akureyri.is/ fékk viðurkenningu dómnefndar fyrir að eiga besta sveitarfélagavefinn.
og vefur Tryggingastofnunar ríkisins, www.tr.is/ var kjörinn besti ríkisvefurinn

Hægt er að skoða niðurstöður úttektarinnar gegnum UT vefinn, www.ut.is/.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?