Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson og kraftlyftingakonan Borghildur Erlingsdóttir eru íþróttamenn ársins 2011. Kjöri þeirra var lýst við hátíðlega athöfn 20. febrúar í Félagsheimili Seltjarnarness. Þetta er í 19. skipti sem kjörið fer fram en það hófst fyrst árið 1993. Fyrir árið 2011 voru samtals ellefu einstaklingar tilnefndir til íþróttamanns og konu Seltjarnarness.
Ellefu íþróttamenn voru tilnefndir til íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2011. Um var að ræða 6 karla og 6 konar. Tilnefndir voru til kjörsins: Aron Lee Du Teitsson – kraftlyftingar, Árni Benedikt Árnason – handknattleikur, Bjarni Jakob Gunnarsson – knattspyrna, Björg Fenger – handknattleikur, Borghildur Erlingsdóttir – kraftlyftingakona, Guðmundur Reynir Gunnarsson – knattspyrna, Helga Laufey Hafsteinsdóttir – fimleikar, Hildur S. Aðalsteinsdóttir – kraftlyftingar, Kolbrún Jónsdóttir – sund, Nökkvi Gunnarsson – golf, Skúli Jón Friðgeirsson – knattspyrna.
Guðmundur Reynir Gunnarsson íþróttamaður ársins 2011
Guðmundur Reynir Gunnarsson knattspyrnumaður er fæddur árið 1989. Hann lék sinn fyrsta leik með MFL KR 2006 þá 17 ára. Frá árinu 2007 hefur Guðmundur verið fastamaður í KR liðinu. Hann lék lykilhlutverk í Íslands- og bikarameistaraliði KR á árinu 2011.
Guðmundur Reynir á nokkra Íslands- og bikarmeistaratitla að baki í yngri flokkum KR auk þess sem hann varð bikarmeistari með KR árið 2008. Guðmundur Reynir á þó nokkra landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands og hefur jafnframt spilað 3 leiki með A landsliði Íslands.
Árið 2009 fór Guðmundur til Svíþjóðar og lék þar um skeið sem atvinnumaður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS í Gautaborg. Guðmundur var valinn besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins 2011 og var svo í lok móts valinn í lið ársins af KSÍ.
Guðmundur er afburðanámsmaður, varð semidúx á stúdentsprófi M.R. árið 2008 og hefur meðal annars tvisvar tekið þátt í Ólympíuleikum í stærðfræði fyrir Íslands hönd en stundar nú nám í hagfræði.
Það er ljóst að Guðmundur Reynir er afar fjölhæfur drengur og er vel að titlinum kominn. Hann var t.d. á yngri árum Íslandmeistari í dansi, bestur í sínum aldursflokki í badminton hjá BSÍ og hefur sigrað í langhlaupum í sínum aldurshópi.
Faðir Guðmundar Reynis, Gunnar Guðmundsson tók við verlaununum fyrir hönd sonar síns.
Borghildur Erlingsdóttir íþróttakona Seltjarnarness 2011
Borghildur Erlingsdóttir er fædd árið 1969 og hóf íþróttaferil sinn snemma hjá Gróttu og æfði m.a. handbolta með yngri flokkum félagsins sem vinstri hornamaður og spilaði með meistaraflokki félagsins.
Borghildur æfir kraftlyftingar af miklum krafti hjá nýstofnaðri kraftlyftingadeild Gróttu og er jafnframt formaður hennar. Árið 2009 snéri hún sér alfarið að kraftlyftingum. Þrátt fyrir ekki langan feril í kraftlyftingum er árangur Borghildar glæsilegur en hún er núverandi Íslandsmeistari í -57 kílóa flokki og á jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þeim þyngdarflokki. Borghildur hefur sett samtals 11 íslandsmet frá því hún byrjaði að keppa.
Borghildur er vel að titlinum komin en auk glæsilegrar frammistöðu hennar hefur hún verið ötull talsmaður íþróttarinnar og var einn helsti hvatamaður þess að stofnuð yrði kraftlyftingadeild innan Gróttu.
Veittar voru viðurkenningar til ungra og efnilegra íþróttamanna fyrir góða ástundun og árangur.
Hér um að ræða ungt og efnilegt íþróttafólk sem hafa staðið sig framúrskarandi vel í sínum greinum á keppnisvellinum á árinu sem var að líða.
Ungir og efnilegir íþróttamenn 2011
Aron Dagur Pálsson – handknattleikur, Lárus Gunnarsson – handknattleikur, Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir – handknattleikur, Rúna Eybjörg Sigtryggsdóttir – handknattleikur, Helga Kristín Einarsdóttir – golf, Einar Örn Jónsson – sund, Arndís Ásbjörnsdóttir – fimleikar, Jórunn María Þorsteinsdóttir – knattspyrna, Hrafnhildur Arna Nielsen – knattspyrna, Bessi Jóhannsson – knattspyrna og Davíð Fannar Ragnarsson – knattspyrna.
Veittar voru viðurkenningar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sem hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum eða landsliði sinnar íþróttagreinar.
Landsliðsfólk á Seltjarnarnesi 2011
Árni Benedikt Árnason – U-20 handknattleikur, Kristján Ingi Kristjánsson – U-20 handknattleikur, Þráinn Orri Jónsson – U-20 handknattleikur, Vilhjálmur Geir Hauksson – U-18 handknattleikur, Ólafur Ægir Ólafsson – U-18 handknattleikur, Eva Björk Davíðsdóttir – U-17 handknattleikur, Sóley Arnarsdóttir – U-17 handknattleikur, Arnór Guðjónsson – U-16 handknattleikur, Hjalti Már Hjaltason – U-16 handknattleikur, Þorgeir Bjarki Davíðsson – U-16 handknattleikur, Pétur Theódór Árnason – U-16 knattspyrna
Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðs- og tómstundamála.
Einstaklingar þessir eru jákvæðar fyrirmyndir, leiðandi í félagsstarfi, búa yfir góðri samskiptatækni, miklu frumkvæði og leiðtogahæfileikum. Jafnframt eru þau góðar fyrirmyndir fyrir annað ungt fólk á Seltjarnarnesi.
Viðurkenning fyrir félagsstörf 2011:
Friðrik Árni Halldórsson og Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir
Veittar voru viðurkenningar til Íslandsmeista hjá íþróttafélaginu Gróttu
6. fl. kvenna á yngra ári í handknattleik, 4. fl. karla B-lið í handknattleik,
Dominiqua Alma Belányi Íslandsmeistari á tvíslá í fimleikum, Embla Jóhannsesdóttir Íslandsmeistari á gólfi í fimleikum, Nanna Guðmundsdóttir í 4 þrepi í fimleikum
Bæjarviðurkenning
Harpa Snædís Hauksdóttir fimleikakona var heiðruð sérstaklega af Íþrótta- og tómstundaráði Seltjarnarness og var færð bæjarviðurkenning til að vekja athygli á glæsilegum ferli hennar og árangri á liðnum árum. Harpa æfði fimleika með Gróttu á sínum yngri árum, var valin í unglingalandslið, keppti með landsliði Íslands bæði heima og erlendis þar til hún hætti í áhaldafimleikum 18 ára gömul. Harpa Snædís hefur tvívegis verið valin Íþróttakona Seltjarnarness. Harpa hóf síðan að æfa að nýju hópfimleika með meistaraflokki Gerplu og keppti með liðinu á Norðurlandamótinu í hópfimleikum í nóvember 2011 og urðu þær Norðurlandameistarar.