Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, afhendir Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, plakat frá Félagi leikskólakennara með gullkornum frá leikskólabörnum.
Í dag, mánudaginn 6. febrúar, er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Leikskóla Seltjarnrness og öðrum leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn og er honum jafnan fagnað með margbreytilegum hætti. Í Leikskóla Seltjarnarness flytja elstu börnin söngleik um tröllin í fjöllunum fyrir öll börn leikskólans og opið verður á milli leiksvæða Mánabrekku og Sólbrekku. Í tilefni dagsins færði Seltjarnarnesbær leikskólanum hljómborð að gjöf og mun það væntanlega styðja enn frekar við tónlistarkennslu barnanna.
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á