Fara í efni

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings ef samningurinn er til skemmri tíma en eins árs.

Öllum sem fengu greiddar húsaleigubætur í lok síðasta árs hefur verið sent bréf þar sem fram kemur hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni.

Umsækjendur um húsaleigubætur eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2012 á skrifstofu Félagsþjónustu Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg eða í þjónustuver Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2 í síðasta lagi mánudaginn 16. janúar 2012. 

Félagsmálastjóri Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?