19.10.2012
Umhverfisvænt malbik á göngustíga á Seltjarnarnesi
Á síðustu vikum hefur verið unnið að malbikun á um 460m kafla af göngustíg sem nær frá Leikskólanum á Suðurströnd að Steinavör. Í þennan áfanga var notað umhverfisvænt malbik
15.10.2012
Sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs
Fjárhags- og launanefnd hefur samþykkt að ráða Soffíu Karlsdóttur sem sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar.
11.10.2012
Frábærir tónleikar Sunnu Gunnlaugsdóttur
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur hélt frábæra tónleika á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 10. október.
Tríóið skipa auk Sunnu á píanó þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þau spiluðu einkum lög af nýjasta diski tríósins Long Pair Bond, en einnig annað efni.
05.10.2012
Bókasafnið: Listavika
Listavika Bókasafns Seltjarnarness hefur staðið yfir þessa fyrstu viku í október. Hún markar upphaf vetrarstarfs bókasafnsins. Húsfyllir var þegar í upphafi vikunnar þegar tríóið Tvær á palli með einum kalli.... Helga Þórarinsdóttir á víólu, Edda Þórarinsdóttir leikkona sem söng og kynnti dagskrána og Kristján Hrannar Pálsson á píanó.
25.09.2012
Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup í Seltjarnarneskirkju
Sunnudaginn 23. sept. sl. predikaði séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup í Seltjarnarneskirkju þar sem séra Sigurður Grétar Helgason var kvaddur en hann hefur þjónað kirkjunni hér á Nesinu frá árinu 1997
17.09.2012
Breyttur útivistartími barna
Vakinn er athygli á breyttum útivistartími barna frá 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00 og unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00
13.09.2012
Göngum í skólann
Miðvikudaginn 5. september, hófst verkefnið Göngum í skólann í Grunnskóla Seltjarnarness og mun það standa til 26. september. Þetta er í sjötta sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og hefur skólinn verið með frá upphafi.
12.09.2012
Seltjarnarnes tekur þátt í Útsvari
Sjónvarpsþátturinn Útsvar er að hefjast í Ríkisjónvarpinu. Seltjarnarnes tekur þátt í Útsvarinu þetta árið og verða sömu keppendur og kepptu fyrir bæinn í fyrra það eru systkinin Anna Kristín, Rebekka, Þorbjörn og Sigurður Jónsbörn.
12.09.2012
Fyrirhugaðar framkvæmdir við þakið á Eiðistorgi.
Á næstu dögum munu hefjast framkvæmdir við endurnýjun þakklæðningar á Eiðistorgi. Til stendur að endurnýja þakefnið, þ.e.a.s. plastefnið í þakinu, ásamt því að gera við eða endurnýja rennukerfi og niðurföll. Þá á einnig að gera við og/eða endurnýja nokkra límtrésbita.
03.09.2012
Félagsstarf aldraðra - kynningarfundur
Dagskrá félags- og tómstundastarfs aldraðra var kynnt í Félagsheimili Seltjarnarness fimmtudaginn 30. ágúst sl.