Fara í efni

Sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs

Fjárhags- og launanefnd hefur samþykkt að ráða Soffíu Karlsdóttur sem sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar.

Soffía KarlsdóttirFjárhags- og launanefnd hefur samþykkt að ráða Soffíu Karlsdóttur sem sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar.

Soffía hefur M.A. gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið áttunda stigi í söng og fimmta stigi píanó frá Söngskólanum í Reykjavík. Þá lauk hún diplóma námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Deildarstjóri markaðs- og kynningarmála hjá Listasafni Reykjavíkur í yfir áratug

Frá árinu 2000 hefur Soffía gegnt stjórnunarstarfi sem deildarstjóri markaðs- og kynningarmála hjá Listasafni Reykjavíkur, en það samanstendur af Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni.  Þar hefur hún lagt kapp á að innleiða ýmsar nýjungar og byggja upp ímynd safnsins hérlendis sem erlendis. Soffía hefur fjölbreyttan starfsferil að baki og hefur tekið að sér ýmis konar verkefni þar sem krafist er leiðtogahæfileika, frumkvæðis og skapandi hugsunar. 

Tekið þátt í þróunarvinnu

Soffía hefur tekið þátt í fjölbreyttri þróunarvinnu á sviði upplýsinga- og kynningarmála á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Hún var útnefnd sem fulltrúi sviðsins í átakshópi, sem stuðlar að bættri upplýsingamiðlun og almannatengslum innan Reykjavíkurborgar. Þar hefur hún öðlast innsýn og þekkingu á innviðum annarra sviða borgarinnar og opinberum stjórnsýsluháttum. 

Valin úr fjölmennum hópi hæfra umsækjenda

Alls sótti 29 einstaklingar um starf menningarfulltrúa Seltjarnarness. Umsóknarfrestur rann út 14. september sl. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?