Fara í efni

Fyrirhugaðar framkvæmdir við þakið á Eiðistorgi.

Á  næstu  dögum munu  hefjast  framkvæmdir  við  endurnýjun þakklæðningar á Eiðistorgi.  Til stendur að endurnýja þakefnið, þ.e.a.s. plastefnið í þakinu, ásamt því að gera við eða endurnýja rennukerfi og niðurföll.  Þá á einnig að gera við og/eða endurnýja nokkra límtrésbita.

Á  næstu  dögum munu  hefjast  framkvæmdir  við  endurnýjun þakklæðningar á Eiðistorgi.  Til stendur að endurnýja þakefnið, þ.e.a.s. plastefnið í þakinu, ásamt því að gera við eða endurnýja rennukerfi og niðurföll.  Þá á einnig að gera við og/eða endurnýja nokkra límtrésbita.

Fyrsti hluti verksins verður að endurbæta sperrur og bita við aðalinngang í austur.  Eftir það verður plastklæðningin endurnýjuð og áætlað að það verði gert í fjórum megin áföngum.  Að lokum verða reyklosunarop yfirfarin, snjógildrur settar á svalahýsin á aðliggjandi íbúðarhúsum og lokið við annan frágang.

Ekki er unnt að komast hjá því að framkvæmdirnar hafi einhver truflandi áhrif á starfsemi sem rekin er í og við Eiðistorg.  Þeir sem að framkvæmdunum standa munu af fremsta megni og með skipulögðum aðgerðum leitast við að koma í veg fyrir að röskun verði á aðgengi viðskiptavina að verslunum og þjónustu á staðnum.  Nauðsynlegt verður þó að loka og girða af aðalinnganginn meðan lagfæringar á límtrésbitum fara þar fram.  Á meðan verður notuð hliðarhurð við Hagkaup.  Verktaki hefur upplýst, að við vinnu við þakið hyggist hann hengja upp verkpalla til þess að koma eins mikið og hægt er í veg fyrir truflun af völdum framkvæmdanna.

Vegna þeirra starfsemi sem rekin er á Eiðistorgi er lögð áhersla á að verktaki fjarlægi jafnóðum alla efnisafganga og rusl af staðnum og gangi svo frá vinnupöllum og lyftum að loknum vinnudegi að óviðkomandi komist ekki upp á þá.  Aðstaða verktaka er fyrirhuguð við norðurinnganginn (sjá mynd á bakhlið).

Samkvæmt útboði er heildar framkvæmdartíminn þrír mánuðir og hann hefst þegar í stað.

Nánari upplýsingar og umsjón með framkvæmdum veitir Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri, vinnusími 5959-224, thorbua@seltjarnarnes.is

Eiðistorg - þak


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?