Fara í efni

Umhverfisvænt malbik á göngustíga á Seltjarnarnesi

Á síðustu vikum hefur verið unnið að malbikun á um 460m kafla af göngustíg sem nær frá Leikskólanum á Suðurströnd að Steinavör. Í þennan áfanga var notað umhverfisvænt malbik
GöngustígarÁ síðustu vikum hefur verið unnið að malbikun á um 460m kafla af göngustíg sem nær frá Leikskólanum á Suðurströnd að Steinavör. Í þennan áfanga var notað umhverfisvænt malbik þ.e. bik sem fræst var úr Nesveginum í haust. Þetta er nýlunda hér á landi og í fyrsta skipti sem umhverfisvænt malbik er lagt á slíkan stíg hér á höfuðborgarsvæðinu.

Verktaki í þessu verki var Fagverk ehf, en þeir hafa fest kaup á nýrri gerð að endurvinnslustöð fyrir malbik sem hefur þann eiginleika að geta framleitt heitt hefðbundið malbik úr malbiksfræsi og malbiksbrotum. Malbikið er lagt út á hefðbundinn hátt með útlagningarvélum fyrir malbik. Gæði malbiksins er mjög áþekkur nýju malbiki.

Þar sem um endurvinnslu á eldra malbiki er að ræða,  er bikið ódýrara í innkaupum fyrir bæinn og kostnaður við að farga malbiksfræsi minnkar. Endurvinnsla sem þessi er þjóðhagslega hagkvæm, því dregið er úr mölun og flutningi á efni sem og að innfluttur hráefniskostnaður minnkar s.s. á biki og olíu sem notuð er í malbiksframleiðslu.
Stuðlum að því að nýta auðlindir jarðar betur og endurvinnum. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?