Fara í efni

Göngum í skólann

Miðvikudaginn 5. september, hófst verkefnið Göngum í skólann í Grunnskóla Seltjarnarness og mun það standa til 26. september. Þetta er í sjötta  sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og hefur skólinn verið með frá upphafi.

Göngum í skólannMiðvikudaginn 5. september, hófst verkefnið Göngum í skólann í Grunnskóla Seltjarnarness og mun það standa til 26. september. Þetta er í sjötta  sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og hefur skólinn verið með frá upphafi.

Markmið verkefnisins er að:

  • hvetja til aukinnar hreyfingar.
  • auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann.
  • fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • minnka bílaumferð í nágrenni grunnskóla.

Foreldrar eru hvattir til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestan árangur. Þær bekkjardeildir sem ná bestum árangri fá gull-, silfur- eða bronsskóinn til varðveislu þar til næsta Göngum í skólann keppni verður í vor. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?