Fara í efni

Bókasafnið: Listavika

Listavika Bókasafns Seltjarnarness hefur staðið yfir þessa fyrstu viku í október. Hún markar upphaf vetrarstarfs bókasafnsins. Húsfyllir var þegar í upphafi vikunnar þegar tríóið Tvær á palli með einum kalli.... Helga Þórarinsdóttir á víólu, Edda Þórarinsdóttir leikkona sem söng og kynnti dagskrána og Kristján Hrannar Pálsson á píanó.

Te og tónlist - Tvær á palli með einum kalli...Listavika Bókasafns Seltjarnarness hefur staðið yfir þessa fyrstu viku í október. Hún markar upphaf vetrarstarfs bókasafnsins. Húsfyllir var þegar í upphafi vikunnar þegar tríóið Tvær á palli með einum kalli.... Helga Þórarinsdóttir á víólu, Edda Þórarinsdóttir leikkona sem söng og kynnti dagskrána og Kristján Hrannar Pálsson á píanó. Þau fluttu einkum kvikmyndatónlist bæði innlenda og erlenda og var sérstakleg skemmtilegt að þau fluttu ,,Vegir liggja til allra átta“ úr 79 af stöðinni í ljósi þess að Indriði G. Þorsteinsson var kynntur sem Skáld mánaðarins á fimmtudeginum. Þar fluttu erindi Kári Jónasson fréttamaður og Gunnar Stefánsson útvarpsmaður og sögðu frá Indriða á ólíkan hátt þar sem Kári vann með honum en Gunnar kynntist honum ekki persónulega heldur hefur skrifað um Indriða. Sett var upp sýning í tengslum við Indriða og þar er meðal annars að finna handrit hans af 79 af stöðinni, bréf til föður hans, minnisbækur og fleira smálegt. Sýndar eru nokkrar forsíður Tímans sem Kári taldi einkennandi fyrir stíl Indriða sem blaðamanns. Sýningin verður opin út október.

Bókmenntafélag bókasafnsins hélt fund á þriðjudagskvöldið. Þar var rætt um sjálfsævisögur fjögurra kvenna sem uppi voru í byrjun 20. aldar. Félagsmenn lesa næst bók að eigin vali eftir Indriða G. þannig að hann er rauði þráðurinn í vikunni.  Fyrsta prjónakaffið haustsins var þetta sama kvöld.

Á sögustund fyrir yngstu börnin var boðið uppá brúðuleikhúsið – Minnsta tröll í heimi sem flutt var af Sögusvuntunni og Hallveigu  Thorlacius. Fullt var á sýninguna og fóru börnin glöð heim.

Málverk Óla Hilmars Briem Jónssonar prýða Eiðissker – sal bókasafnsins. Sýningin stendur til 26. október og er opin á opnunartíma bókasafnsins.

Te og tónlist - Tvær á palli með einum kalli...

 Skáld mánaðarins - Indriði G. Þorsteinsson Skáld mánaðarins - Indriði G. Þorsteinsson 2

Minnsta tröll í heimi  Brúðusýning fyrir börnin


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?