Fara í efni

Frábærir tónleikar Sunnu Gunnlaugsdóttur

Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur hélt frábæra tónleika á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 10. október. Tríóið skipa auk Sunnu á píanó þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þau spiluðu einkum lög af nýjasta diski tríósins Long Pair Bond, en einnig annað efni.

Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur hélt frábæra tónleika á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 10. október.

Tríóið skipa auk Sunnu á píanó þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Þau spiluðu einkum lög af nýjasta diski tríósins Long Pair Bond, en einnig annað efni.

Tríóið hefur farið víðreist á árinu í kjölfar glimrandi umsagna um þennan disk. Hann var valinn "diskur mánaðarins" af helsta gagnrýnanda Japan, fékk 5 stjörnur hjá Concerto tímaritinu í Austurríki, 4 stjörnur hjá Aftenposten í Noregi, komst á ritstjórnarlista hjá JazzMozaiek í Belgíu og CD Baby í USA, og var valinn einn af diskum ársins hjá Vefritinu Jazzwrap. Stærsta vefsíða jazzgeirans All About Jazz fjallaði lofsamlega tvisvar sinnum um diskinn. Auk þess fékk diskurinn lofsamlega dóma í tímaritum í Danmörku, Finnlandi, Belgíu, margoft í Þýskalandi og á ótal bloggsíðum og vefritum. Diskurinn var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Tríóið hefur auk tónleikanna á bókasafninu leikið í Þýskalandi, Bandaríkjunum og á Osló jazzhátíðinni.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?