Fara í efni

Slökkt á götulýsingu vegna norðurljósaspár

Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á Seltjarnarnesi svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt. 
Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á Seltjarnarnesi svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt. 

Virkni norðurljósanna var góð seint í gærkvöldi og náði hámarki milli kl. 2 og 3 um nóttina. Miklar líkur eru á að svo verði einnig í kvöld. Til að norðurljósin sjáist betur og víðar mun verða slökkt á götuljósum á Seltjarnarnesi í kvöld á milli kl. 22 og 23. 

Seltirningum ætti því að gefast einstakt tækifæri á því að sjá magnaða norðurljósasýningu í kvöld við betri aðstæður en oft áður, þó erfitt sé að segja um hvenær virknin verður mest.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt og slökkva ljósin í íbúðarhúsum sínum líka svo myrkvunin verði sem mest og ljósmengun sem minnst. Þá mætti gjarnan slökkva á lýsingum bygginga á Nesinu.
Starfsmenn lögreglan, slökkviliðs og Orkuveita Reykjavíkur hafa verið upplýstir um málið. Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.

Starfsmenn lögreglu, slökkviliðs og Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið upplýstir um málið. Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?