Fara í efni

Samningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu

Í dag, fimmtudaginn 1. september, var undirritaður nýr rekstrarsamingur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu sem mun gilda til reynslu út árið 2018

Í dag, fimmtudaginn 1. september, var undirritaður nýr rekstrarsamningur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu, sem mun gilda til reynslu út árið 2018.

Rekstrarsamningurinn felur í sér að Íþróttafélagið Grótta tekur að sér rekstur og starfsemi íþróttamannvirkja Seltjarnarnesbæjar, nánar tiltekið íþróttahús, fimleikahús og gervigrasvöll. Seltjarnarnesbær og Íþróttafélagið Grótta hafa átt farsælt samstarf um langt árabil. Á næsta ári fagnar Grótta fimmtíu ára afmæli, en á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun félagsins, hefur bærinn byggt upp myndarlega aðstöðu fyrir félagið, ásamt því að styðja við fjárhagslegan rekstur þess.

Bæjarstjórn Seltjarnarness fagnar hinum nýja samstarfssamningi við Íþróttafélagið Gróttu og vonar að með honum muni félagið vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Íþróttir hafa löngum verið í hávegum hafðar í rekstri og starfsemi bæjarins og þar hefur Grótta verið bæjarfélaginu afar mikilvægur hlekkur. Grótta hefur borið hróður bæjarfélagsins víða og er starfsemi félagsins bæjarfélaginu afar mikilvægt. Það er von bæjarstjórnar að samningurinn hvetji Íþróttaélagið Gróttu til enn frekari dáða og afreka.

Samninginn undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Elín Smáradóttir formaður aðalstjónar Gróttu.

Haukur Geirmundsson, Kári garðarsson, Elín Smáradóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Gumundsson og Baldur Pálsson

Myndin var tekin við undirritun samningsins þar sem viðstaddir voru Haukur Geirmundsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Kári Garðarsson íþróttastjóri Gróttu, Elín Smáradóttir formaður aðalstjórnar Gróttu, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Magnús Örn Guðmundsson formaður ÍTS og Baldur Pálsson fræðslustjóri.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?