Í dag sendi bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, áskorun til kollega sinna, þá Haraldar Líndal Haraldssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ um að leggja landsliðsfólki í hópfimleikum lið og taka þátt í átaki þeirra Vertu mEMm
Í dag sendi bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, áskorun til kollega sinna, þá Haraldar Líndal Haraldssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ um að leggja landsliðsfólki í hópfimleikum lið og taka þátt í átaki þeirra Vertu mEMm, en liðið heldur senn á Evrópumótið í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu. Átakið gengur út á að styrkja landsliðið fjárhagslega og skora um leið á tvö önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.
Með framlaginu og áskoruninni vill Seltjarnarnesbær vekja athygli á frábæru gengi fimleikafólks í landinu og hvetja það enn frekar til dáða, en bæjarfélagið hefur um langt árabil stutt við fimleikastarfsemi á vegum Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi.