Fara í efni

Bæjarhátíð Seltjarnarness 26. – 28. ágúst 2016

Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 25. – 28. ágúst nk.  Hvetjum Seltirninga til að taka daginn frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit

Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26. – 28. ágúst nk. Hvetjum Seltirninga til að taka daginn frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit. Einnig hvetjum við bæjarbúa til að flagga meðan á hátíðarhöldum stendur.

Skemmtilegar hefðir eru að myndast í kringum hátíðina þar sem íbúar taka hverfa taka sig saman og standa fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi meðan á hátíðinni stendur, svo sem vöfflu- og pönnukökukaffi, götugrilli og hverfaskemmtun fyrir ball.

Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal atriða má finna sundlaugarpartý í Sundlaug Seltjarnarness, Brekkusöng, hjólareiðaferð, Gróttudaginn með ýmsum viðburðum og Stuðball á laugardagskvöldinu með hljómsveitinni Bandmenn. Ýmislegt fleira verður í boði og er dagskráin að taka á sig mynd.

Dagskrá verður dreift í öll hús á Seltjarnarnesi í vikunni fyrir hátíðarhöldin og einnig verða tilkynningar á facebook síðunni, Íbúar Seltjarnarnesi.

Hvetjum ykkur til að fylgjast með samfélagsmiðlun næstu daga og vikur.

Bæjarhátíð Seltjarnarness 2016

Dagskrá

Föstudagurinn 26. ágúst 
17.00 - 19.00 Sundlaug Seltjarnarness – Sundlaugarpartý 
Skemmtidagskrá í lauginni fyrir fjölskylduna. Meðal þeirra sem fram koma og skemmta gestum er hljómsveitin Stjúpmæður og hljómsveitin Globe. Bjössi Sax mætir og skemmtir gestum með sínum frábæra jazzleik. Frítt er í laugina allan daginn í tilefni hátíðarinnar. 

20.00 - 21.30 Brekkusöngur í Plútóbrekku – Ingó (úr Veðurguðunum ) & gestir 
Fram koma ýmsir þekktir aðilar sem hafa verið áberandi í tónlistarlífinu á Seltjarnarnesi, 
m.a. Jóhann Helgason söngvari. 

Laugardagurinn 27. ágúst 
9.00 Hjólreiðatúr með Bjarna Torfa um Seltjarnarnesið 
Bjarni Torfi er fullur af fróðleik um Seltjarnarnesið og mun hann miðla honum 
áfram í stórskemmtilegum hjólreiðatúr. Þátttakendur hvattir til að mæta í flíkum í sínum hverfalitum. 

9.30 Skemmtiskokk með Trimmklúbbi Seltjarnarness 
TKS býður bæði upp á skemmtiskokk fyrir nýja hlaupara og einnig ferðir fyrir lengra komna. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í flíkum í sínum hverfalitum. 

11.00 – 13.30 Gróttudagurinn á Vivaldivellinum 
Knattspyrnudeild Gróttu stendur fyrir hraðmóti í 6 manna bolta. Mótið hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 13.00. Nánari upplýsingar á heimasíðu Gróttu: www.grottasport.is 

14.00 Leikur hjá Kríunni á Vivaldivellinum 

17.00 - 18.00 Götugrill bæjarins hefjast í hverfunum og boðið verður upp á ýmsar skemmtanir í boði íbúanna 

23.00 - 02.30 Stuðball í Félagsheimili Seltjarnarness 
Hljómsveitin Bandmenn halda uppi fjörinu og spila fyrir dansi. Miðsalan fer fram á skrifstofu Gróttu dagana 22. – 26. ágúst milli kl. 13-17. Miðaverð í forsölu 2.500,- en við inngang 3.500,- 
Sunnudagurinn 30. ágúst 

11.00 Appelsíngul messa í Seltjarnarneskirkju 
Séra. Bjarni Bjarnason stendur fyrir appelsínugulri sunnudagsmessu. 

 Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu húsaskreytinguna

 Varningur í hverfalitum verður til sölu í Hagkaup og Byko

Bæjarhátíð 2016 - dagskrá


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?