Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
24.02.2020

Opinn íbúafundur miðvikudaginn 26. febrúar kl. 19.30 í Félagsheimilinu um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar 

Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur mun fara kynna og fara yfir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar.
21.02.2020

Nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann 20. febrúar sl., tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf., um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Breytingarnar taka formlega gildi þann 1. mars nk. 

14.02.2020

Veðurviðvaranir fallnar úr gildi - færum þakkir til íbúa vegna réttra viðbragða

Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi veðurviðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og mun Skjólið - frístundaheimili því opna kl. 14.00 og Sundlaug Seltjarnarness kl. 15.00. Aðrar tilkynntar lokanir stofnana Seltjarnarnesbæjar gilda í dag.
RAUÐ VEÐURVIÐVÖRUN FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR (english below)
13.02.2020

RAUÐ VEÐURVIÐVÖRUN FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR (english below)

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftaka¬veðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7:00 til 11:00 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
13.02.2020

Farsæl Öldrun - fjölmennur kynningarfundur á vegum Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hélt þriðjudaginn 11. febrúar fjölmennan kynningarfund á verkefninu Farsæl öldrun. Tilefnið var að Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa eru að taka höndum saman og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. 

06.02.2020

Leikskólabörn um allan bæ

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dagsins og heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnarnesi.

06.02.2020

Fundir og reglulegt upplýsingastreymi SHS við neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar vegna kórónaveirunnar

Í ljósi þess óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (2019-nCoV) funduðu fulltrúar Almannavarnanefndar SHS í vikunni með neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar sem fær reglulega upplýsingar um stöðu mála.

31.01.2020

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.
31.01.2020

Íris Björk Símonardóttir og Pétur Theodór Árnason íþróttakona og maður Seltjarnarness 2019

Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 30. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 27. skiptið en það var fyrst haldið 1993.

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur
29.01.2020

Árni Heimir Ingólfsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistarfræðingur var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 28. janúar. Þetta er í 24. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
20.01.2020

Drög að Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 nú til umsagnar.

Nú er til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins drög að Sóknarætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem íbúar og fyrirtæki landshlutans komið með ábendingar. 
Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun
10.01.2020

Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun

Þann 23. desember sl. fékk Seltjarnarnesbær staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar. 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?