Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
28.01.2019

Fasteignagjöld 2019

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegi á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is
24.01.2019

Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes

Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes var samþykkt á fundi Bæjarstjórn Seltjarnarness miðvikudaginn 23. janúar síðast liðinn
23.01.2019

Ljóskastarahúsið friðlýst

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa Ljóskastarahúsið við Urð á Suðurnesinu á Seltjarnarnesi. Mannvirkið er einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi.
Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019
19.01.2019

Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 18. Janúar. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður.
18.01.2019

Innritun barna fædd 2013 að hefjast í Grunnskóla Seltjarnarness

Innritun 6 ára barna (fædd árið 2013) og eiga að hefja skólagöngu haustið 2019 fer fram dagana 21.-25. janúar næstkomandi fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
17.01.2019

UPPTAKTURINN 2019 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna

Ungir semja, fullorðnir flytja! Aftur hefur verið blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum 10-15 ára barna og ungmenna, sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla. Ungmenni á Seltjarnarnesi eru hvött til þátttöku.
10.01.2019

Vigdísarholt ehf. mun reka hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi

Heilbrigðisráðherra hefur samið við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi en skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli í dag.

03.01.2019

Jólatrén hirt 7. og 8. janúar nk.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar. Utan þess tíma er íbúum góðfúslega bent á SORPU.

28.12.2018

Áramótabrennan verður kl. 20.30 á Gamlárskvöld

Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld, 31.desember og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20.30. Að auki verður fjöldasöngur og flugeldasýning.
HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?
14.12.2018

HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi sem stendur til 6. janúar 2019 og eru íbúar hvattir til að taka þátt. 
Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi
03.12.2018

Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.
21.11.2018

Seltjarnarnesbær gerist Heilsueflandi samfélag!

Það er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?