Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
16.05.2019

Félagsþjónustusvið Seltjarnarness valin Fyrirmyndarstofnun 2019

Félagsþjónustusvið Seltjarnarness var á dögunum valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2019 í flokknum Stofnun ársins borg og bær 2019
16.05.2019

Verðlaunaafhending og sýning í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Föstudaginn 17. maí kl. 17.00 verður við hátíðlega athöfn á Eiðistorgi tilkynnt um sigurvegara í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á öllum innsendum keppnistillögum.

Tónleikar á bæjarskrifstofu
09.05.2019

Tónleikar á bæjarskrifstofu

Þessir ljúfu vorboðar létu sjá sig fyrir skömmu á bæjarskrifstofunni og spiluðu nokkur lög fyrir starfsmenn og gesti
Neshlaupið 2019
09.05.2019

Neshlaupið 2019

Hið árlega Neshlaup TKS (Trimmklúbbs Seltjarnarness) var haldið laugardaginn 4. maí og var metþátttaka enda frábært hlaupaveður og mikil stemning
09.05.2019

Vortónleikar Selkórsins 12. maí kl. 16.00 í Seltjarnarneskirkju

SÓL og VOR er yfirskrift vortónleika Selkórsins sem haldnir verða á sunnudaginn. Miðaverð er 2500 kr. og boðið upp á kaffi og konfekt í hléi. Allir velkomnir.

10.04.2019

Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 11. apríl

Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Eiðistorgi og á Bókasafni Seltjarnarness á fimmtudaginn kl. 15.30-17.00 þegar að Barnamenningarhátíðin 2019 verður haldin hátíðleg. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna!

04.04.2019

Hvað borða börnin okkar? Ný úttekt á mötuneyti grunn- og leikskólans

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi, gerði á dögunum úttekt á mötuneyti grunn- og leikskóla á Seltjarnarnesi. Í úttektarskýrslu hennar eru sérstaklega dregnar fram upplýsingar um hráefni og næringargildi máltíða og hversu mikið nemendur nærast. 
02.04.2019

Lesið af list á lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Nemendur Valhúsaskóla stóðu sig vel á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór þann 27. mars sl. og hreppti Agnes Sólbjört Helgadóttir, Valhúsaskóla 2. sætið í keppninni. 

29.03.2019

Seltjarnarnesbær samþykkir móttöku flóttamanna síðar á árinu

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar tók á fundi sínum í gær jákvætt í erindi félagsmálaráðuneytisins um móttöku á allt að 5 flóttamönnum frá Úganda síðar á þessu ári en fólkið er staðsett í flóttamannabúðum í Kenía.

Fyrstu íbúarnir flytja inn á Seltjörn hjúkrunarheimili
21.03.2019

Fyrstu íbúarnir flytja inn á Seltjörn hjúkrunarheimili

Heiðurskonurnar Halla S. Nikulásdóttir og Dóra María Ingólfsdóttir voru fyrstar til að flytja inn á Seltjörn og fengu blómvönd af þessu gleðilega tilefni.
14.03.2019

Hreyfispjaldapakki til allra íbúa Seltjarnarness 75 ára og eldri

Í tilefni af samstarfi Seltjarnarnesbæjar og Landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag ákvað bærinn að færa öllum íbúum á Seltjarnarnesi 75 ára og eldri hreyfispjaldpakka sem geymir 50 mismunandi æfingar. 
12.03.2019

Mikil þátttaka í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Tuttuguogsjö tilllögur bárust og valdi dómnefnd fjórar þeirra til áframhaldandi þátttöku. Skilafrestur í öðru þrepi keppninnar er 15. apríl nk.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?