Fara í efni

Veðurviðvaranir fallnar úr gildi - færum þakkir til íbúa vegna réttra viðbragða

Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi veðurviðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og mun Skjólið - frístundaheimili því opna kl. 14.00 og Sundlaug Seltjarnarness kl. 15.00. Aðrar tilkynntar lokanir stofnana Seltjarnarnesbæjar gilda í dag.

Veður er nú smám saman að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu og eru veðurviðvaranir fallnar úr gildi. 

Í ljósi þess vekur Seltjarnarnesbær athygli á að:

  • Skjólið - frístundaheimili opnar kl. 14.00 
  • Sundlaug Seltjarnarnesbæjar opnar kl. 15.00 
  • Áður tilkynntar lokanir stofnana Seltjarnarnesbæjar og bókasafns gilda í dag.

Seltjarnarnesbær vill þakka íbúum og almenningi sérstaklega fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, lögreglu, slökkviliði og öðrum viðbragsaðilum á svæðinu. Það hefur sýnt sig að samræmd viðbrögð og samstaða skipta verulegu máli þegar að veðurviðvaranir og óvissustig eru í gangi. 

Það er ennfremur ánægjulegt að Seltirningar virðast hafa sloppið nokkuð vel þrátt fyrir veðurofsann og engin tilkynning borist um stórtjón. Það helsta sem vitað er um og brugðist var við er að strætóskýli við Suðurströndina hafi lagðist á hliðina, nýlegur veggur losnaði og einhverjir ljósakúplar farið á ferðina.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?