Fara í efni

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.

Í kjölfarið kom neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar saman til að undirbúa samhæfingu viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV).

Sóttvarnalæknir og Embætti landlæknis hafa lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur þegar hafið undirbúning að viðbrögðum vegna veirunnar sem felst m.a. í því að tryggja órofna þjónustu. Stjórnendur bæjarins verða í kjölfarið upplýstir um nauðsynlegar forvarnaraðgerðir og aðgerðir.

Sóttvarnalæknir og Almannavarnir munu upplýsa almenning jafnóðum um þróun mála en þessir aðilar hafa yfirumsjón með viðbrögðum vegna veirunnar.

Allar nauðsynlegar upplýsingar um kórónaveiruna (2019-nCoV) og viðbrögð við henni má finna inn á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?