Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi þann 4. maí nk.
Varað við mögulegum öflugum jarðskjálfta á Reykjanesi - Announcement about a possible earthquake see below
Almannavarnir, Rauði krossinn og Landsbjörg biðla til fólks að ferðast innanhúss um páskana
Samkomubann framlengt til 4. maí til að hefta útbreiðslu Covid-19
Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði, lækkun ýmissa skólatengdra gjalda o.fl. ákveðið á fundi bæjarráðs í dag
Sveitarfélögin í Kraganum lögðu fram sameiginlega tillögu sem samþykkt var í bæjarráði Seltjarnarness í dag ásamt tillögu að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbragða Seltjarnarnesbæjar vegna efnahagsáhrifa Covid-19.
Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna Covid-19
Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna
Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að heimilt sé að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins skv. breytingum Alþingis á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi vegna Covid19
Bæjarstjórn samþykkir tillögu SSH að fyrirkomulagi afslátta af þjónustugjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í ljósi Covid-19.
Bæjarstjóra var falið að vinna að útfærslu samþykktarinnar og verður á næsta fundi bæjarráðs lagður fram viðauki vegna þeirra aðgerða sem gripið verður til. Aðgerðirnar verða formlega kynntar þegar að þær hafa verið staðfestar
Skólaganga barna á tímum Covid19 faraldursins - English / Polish below
Vakin er athygli á meðfylgjandi bréfi frá sóttvarnalækni og landlækni til skólastjórnenda, kennara og foreldra er varðar skólagöngu barna á tímum COVID-19 faraldursins. Schooling of children during the COVID-19 pandemic. Edukacja szkolna w czasie epidemii COVID-19
Óskað eftir starfsfólki í velferðarþjónustu á útkallslista
Verkfalli Eflingar frestað - Skólahald í Grunnskóla Seltjarnarness hefst fimmtudaginn 26. mars skv. skipulagi vegna samkomubanns. School starts again on Thursday!
Skólahúsnæðið verður þrifið og sótthreinsað á morgun miðvikudag svo hægt verði að taka á móti börnum á fimmtudaginn. Skipulag er snýr að útfærslu vegna samkomubanns verður aftur sent til foreldra í dag.
Sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og söfn loka á miðnætti 23. mars vegna hertari reglna um samkomur. English below
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar og því verður Sundlaug Seltjarnarness, Bókasafn Seltjarnarness og Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lokuð samkvæmt tilmælum.