Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
06.02.2020

Leikskólabörn um allan bæ

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dagsins og heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnarnesi.

31.01.2020

Íris Björk Símonardóttir og Pétur Theodór Árnason íþróttakona og maður Seltjarnarness 2019

Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 30. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 27. skiptið en það var fyrst haldið 1993.

31.01.2020

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur
29.01.2020

Árni Heimir Ingólfsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistarfræðingur var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 28. janúar. Þetta er í 24. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
20.01.2020

Drög að Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 nú til umsagnar.

Nú er til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins drög að Sóknarætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem íbúar og fyrirtæki landshlutans komið með ábendingar. 
Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun
10.01.2020

Seltjarnarnesbær hlýtur jafnlaunavottun

Þann 23. desember sl. fékk Seltjarnarnesbær staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar. 
07.01.2020

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð

Reglur um fjárhagsaðstoð voru samþykktar í fjölskyldunefnd Seltjarnarness þann 19. september 2019 og samþykktar af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 9. október 2019.

Jóla- og nýárskveðja 2019
23.12.2019

Jóla- og nýárskveðja 2019

Seltjarnarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Eins og undanfarin ár sendir bærinn ekki út formleg jólakort heldur styrkir gott málefni og í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana. Hátíðarkveðja frá starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.
Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd
19.12.2019

Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd

Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum en verulega hefur kvarnast upp úr honum og garðurinn látið á sjá. 
10.12.2019

TILKYNNING TIL ÍBÚA VEGNA ÓVEÐURS

Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs þar sem eftirfarandi var staðfest og ákveðið: Smelltu til að sjá ítarlegar upplýsingar.
09.12.2019

Allir heim fyrir kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember vegna spár um ofsaveður - hugið að lausum munum!

Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi. 

04.12.2019

Greinargerðir er varða námsmat 10. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2018-2019



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?