Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð
Reglur um fjárhagsaðstoð voru samþykktar í fjölskyldunefnd Seltjarnarness þann 19. september 2019 og samþykktar af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 9. október 2019.
Jóla- og nýárskveðja 2019
Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd
TILKYNNING TIL ÍBÚA VEGNA ÓVEÐURS
Allir heim fyrir kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember vegna spár um ofsaveður - hugið að lausum munum!
Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi.
Að gefnu tilefni varðandi kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness þriðjudaginn 3. desember 2019
Samkvæmt tilkynningu skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness verður öll kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. desember en tölvupósturinn þess efnis hefur verið sendur út til foreldra.
Seltjarnarnesbær sýknaður af 102 milljóna kröfu ríkisins
Umferðaröryggismál - tillögur að breytingu um og við Eiðistorg
Í ljósi fjölda ábendinga íbúa bæjarins hefur skipulags- og umferðarnefnd, í samráði við umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar og umferðar- og samgönguverkfræðing hjá VSÓ Ráðgjöf, unnið að útfærslu til að bæta öryggi gönguleiða um og við Eiðistorg. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.