Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
28.08.2019

Bæjarhátíð Seltjarnarness 30. ágúst - 1. september 2019

Íbúar eru hvattir til að skreyta hús í sínum hverfislit og dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt m.a.: Óskalagatónleikar, Fjölskylduhátíð í Gróttu, sýning á LEGOsafni , Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. Græn uppskerumessa í kirkjunni og Fjölskyldufjör og þrautir á golfvellinum. Sjá nánar: 

22.08.2019

Halli á rekstri Seltjarnarnesbæjar á fyrri helmingi ársins

Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Rekstur bæjarins var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins

Hugmyndasöfnun meðal íbúa fyrir menningarhátíð 2019
29.07.2019

Hugmyndasöfnun meðal íbúa fyrir menningarhátíð 2019

Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin í byrjun nóvember og leitum við til íbúa eftir tillögum að áhugaverðum menningartengdum viðburðum, sýningum eða upplifunum. Sendu inn þínar hugmyndir fyrir 20. ágúst nk. 
Fjöldi vaskra ungmenna starfar í vinnuskólanum
19.07.2019

Fjöldi vaskra ungmenna starfar í vinnuskólanum

135 krakkar á aldrinum 13-16 ára ásamt 8 flokkstjórum starfa þetta sumarið við fjölbreytt störf á Seltjarnarnesi og standa sig afar vel.
Góð gjöf til Leikskóla Seltjarnarness
18.07.2019

Góð gjöf til Leikskóla Seltjarnarness

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur til 30 ára kom færandi hendi á bæjarskrifstofur Seltjarnarness á dögunum þegar hún gaf Leikskóla Seltjarnarness námsefnið Leikum og lærum með hljóðin.
15.07.2019

Umhverfisstofnun framlengir lokun Gróttu í 2 vikur frá 15. júlí

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun Gróttu í Seltjarnanesbæ fyrir umferð gesta en lokunin mun taka gildi frá og með 15. júlí og stendur skyndilokunin í tvær vikur.
Hundabann framlengt til 1. ágúst í friðlandi við Gróttu og á Vestursvæðunum
05.07.2019

Hundabann framlengt til 1. ágúst í friðlandi við Gróttu og á Vestursvæðunum

Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við Gróttu og á Vestursvæðunum.
Framkvæmdir á lóð íþróttamiðstöðvar
27.06.2019

Framkvæmdir á lóð íþróttamiðstöðvar

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar eru nú í óða önn við að ganga frá lóð við íþróttamiðstöðina.
Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi 24. júní kl. 19.30
20.06.2019

Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi 24. júní kl. 19.30

Allir velkomnir í árlega Jónsmessugöngu mánudaginn 24. júní sem byrjar kl 19.30 við hákarlahjallinn við Norðurströnd. Genginn verður þægilegur hringur um náttúruperluna okkar í suðurnesjunum og stoppað á áhugaverðum stöðum undir leiðsögn.
17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi 2019
12.06.2019

17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi 2019

Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 2019. Sjá heildardagskrá dagsins en hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í öll leiktæki. 
06.06.2019

Kaldur pottur verður ný viðbót við aðstöðuna í sundlauginni

Góð viðbót við aðstöðuna í sundlauginni væntanleg en undanfarin misseri hefur hönnunarvinna á köldum potti farið fram. Haukur í sundlauginni og Margrét Leifsdóttir arkitekt hófu samstarf um útlit og nýtingarmöguleika á köldum potti og að sögn Hauks var fyrirmyndin frá NLFÍ í Hveragerði, svokölluð skiptiböð.  Þar er gengið niður í heitt og upp hinu megin niður í kalt.

18.05.2019

Andrúm Arkitektar hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Föstudaginn 17. maí var tilkynnt um sigurvegara og veittar viðurkenningar í hönnunarsamkeppninni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi auk þess sem opnuð var sýning á Eiðistorgi með öllum innsendum keppnistillögum. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?