Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
09.03.2020

Verkfalli aflýst hjá bæjarstarfsmönnum í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu - samið var í nótt.

Samkvæmt tilkynningu frá Ríkissáttasemjara hefur kjarasamningur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB.
09.03.2020

Ótímabundið verkfall starfsmanna Seltjarnarnesbæjar í Eflingu hefst kl. 12.00 í dag.

Ríflega 20 starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru í stéttarfélaginu Eflingu og starfa þeir á mismunandi starfsstöðvum bæjarins. Áhrif verkfallsaðgerða verða mismikil og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra starfstöðva sem viðkomandi starfsmenn tilheyra, þá helst varðandi heimaþjónustu.
07.03.2020

Viðbragðsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir neyðarstig virkjuð

Í ljósi þess að fyrstu innanlandssmitin vegna Covid-19 veirunnar hafa verið staðfest hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af hættustigi á neyðarstig.
07.03.2020

Lokanir og breytingar á þjónustu Seltjarnarnesbæjar til að vernda viðkvæma einstaklinga:

Samkvæmt nýjum tilmælum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og embættis Landlæknis er varðar viðkvæma einstaklinga verður brugðið til eftirfarandi aðgerða hjá Seltjarnarnesbæ. Sjá nánar:
06.03.2020

Upplýsingar vegna boðaðra verkfallsaðgerða Sameykis og Eflingar frá 9. mars og hafa áhrif á þjónustu Seltjarnarnesbæjar

Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu bæjarins. Sjá nánar:

03.03.2020

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar

Opinn íbúafundur var haldinn 26. febrúar sl. í Félagsheimilinu þar sem Haraldur Líndal hagfræðingur kynnti helstu niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar fyrir íbúum.

24.02.2020

Opinn íbúafundur miðvikudaginn 26. febrúar kl. 19.30 í Félagsheimilinu um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar 

Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur mun fara kynna og fara yfir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar.
21.02.2020

Nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann 20. febrúar sl., tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf., um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Breytingarnar taka formlega gildi þann 1. mars nk. 

14.02.2020

Veðurviðvaranir fallnar úr gildi - færum þakkir til íbúa vegna réttra viðbragða

Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi veðurviðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og mun Skjólið - frístundaheimili því opna kl. 14.00 og Sundlaug Seltjarnarness kl. 15.00. Aðrar tilkynntar lokanir stofnana Seltjarnarnesbæjar gilda í dag.
13.02.2020

Farsæl Öldrun - fjölmennur kynningarfundur á vegum Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hélt þriðjudaginn 11. febrúar fjölmennan kynningarfund á verkefninu Farsæl öldrun. Tilefnið var að Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa eru að taka höndum saman og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. 

RAUÐ VEÐURVIÐVÖRUN FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR (english below)
13.02.2020

RAUÐ VEÐURVIÐVÖRUN FÖSTUDAGINN 14. FEBRÚAR (english below)

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftaka¬veðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7:00 til 11:00 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
06.02.2020

Fundir og reglulegt upplýsingastreymi SHS við neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar vegna kórónaveirunnar

Í ljósi þess óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (2019-nCoV) funduðu fulltrúar Almannavarnanefndar SHS í vikunni með neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar sem fær reglulega upplýsingar um stöðu mála.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?