Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
09.04.2021

Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar

Gasmengun getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma og því kynna sér leiðbeiningar þess efnis. Sjá nánar:
Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut
08.04.2021

Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut

Þökkum góða ábendingu frá íbúa þess efnis að lýsing á þessum stað mætti vera betri. Því hefur nú verið kippt í liðinn með því að sett var upp ljós og kantsteinninn við gangbrautina málaður gulur. 
31.03.2021

Covid19 - Skólastarf eftir páska

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.apríl til og með 15. apríl. Allt skólastarf á Seltjarnarnesi hefst því strax eftir páska en skólastjórnendur senda út nákvæmari upplýsingar til foreldra.
Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021
26.03.2021

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ, sjá störf í boði á heimasíðu bæjarins. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.
25.03.2021

Covid19: Hertar lokanir og takmarkanir hafa margvísleg áhrif hjá Seltjarnarnesbæ

Vegna hópsmita sem upp komu í vikunni gaf Heilbrigðisráðuneytið út nýja reglugerð með hertum aðgerðum sem gildir til og með 15. apríl. Þjónusta Seltjarnarnesbæjar tekur mið af því - sjá nánar:
25.03.2021

Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis tilkynntu að hækkun á neyðarstig tæki við samhliða hertum sóttvarnarreglum frá 25. mars 2021.

24.03.2021

COVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns

Meginreglan er tíu manna fjöldatakmörkun og aðeins börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Hertar reglur gilda í 3 vikur. Sjá nánar í frétt:

24.03.2021

Leikskóli Seltjarnarness – innritun fyrir skólaárið 2021-2022

Umsóknafrestur er til 31. mars nk. Umsóknir sem berast eftir það fara í biðstöðu. Vegna mikillar fjölgunar barna hér  á leikskólaaldri eru börn fædd 2019 í forgangi og sem stendur óljóst hversu mörg börn fædd 2020 býðst leikskólapláss.
24.03.2021

Áríðandi tilkynning!  Starfsdagur á Leikskóla Seltjarnarness til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars vegna hertra sóttvarnarráðstafana 

Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er ákveðið að starfsdagur verði á öllum leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.NB! English below

23.03.2021

Upplýsingasíður vegna eldgoss í Geldingadal á Reykjanesi sem gefa góðar upplýsingar og ráð.

Það er mikilvægt að kynna sér vel réttar upplýsingar um veður, aðstæður, loftgæði og góð ráð varðandi líðan. Sjá nánar nokkrar mikilvægar upplýsingasíður:
16.03.2021

COVID-19: Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum innanlands 18. mars

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun. Almenn fjöldatakmörkun áfram 50 manns, auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. 
Seltjarnarnesbær innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
11.03.2021

Seltjarnarnesbær innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Undirritaður var í vikunni samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar við UNICEF á Íslandi og Félagsmálaráðuneytið um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?