09.04.2021
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
Gasmengun getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma og því kynna sér leiðbeiningar þess efnis. Sjá nánar:
08.04.2021
Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut
Þökkum góða ábendingu frá íbúa þess efnis að lýsing á þessum stað mætti vera betri. Því hefur nú verið kippt í liðinn með því að sett var upp ljós og kantsteinninn við gangbrautina málaður gulur.
31.03.2021
Covid19 - Skólastarf eftir páska
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.apríl til og með 15. apríl. Allt skólastarf á Seltjarnarnesi hefst því strax eftir páska en skólastjórnendur senda út nákvæmari upplýsingar til foreldra.
26.03.2021
Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ, sjá störf í boði á heimasíðu bæjarins.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.
25.03.2021
Covid19: Hertar lokanir og takmarkanir hafa margvísleg áhrif hjá Seltjarnarnesbæ
Vegna hópsmita sem upp komu í vikunni gaf Heilbrigðisráðuneytið út nýja reglugerð með hertum aðgerðum sem gildir til og með 15. apríl. Þjónusta Seltjarnarnesbæjar tekur mið af því - sjá nánar:
25.03.2021
Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis tilkynntu að hækkun á neyðarstig tæki við samhliða hertum sóttvarnarreglum frá 25. mars 2021.
24.03.2021
COVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns
Meginreglan er tíu manna fjöldatakmörkun og aðeins börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Hertar reglur gilda í 3 vikur. Sjá nánar í frétt:
24.03.2021
Leikskóli Seltjarnarness – innritun fyrir skólaárið 2021-2022
Umsóknafrestur er til 31. mars nk. Umsóknir sem berast eftir það fara í biðstöðu. Vegna mikillar fjölgunar barna hér á leikskólaaldri eru börn fædd 2019 í forgangi og sem stendur óljóst hversu mörg börn fædd 2020 býðst leikskólapláss.
24.03.2021
Áríðandi tilkynning! Starfsdagur á Leikskóla Seltjarnarness til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars vegna hertra sóttvarnarráðstafana
Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er ákveðið að starfsdagur verði á öllum leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.NB! English below
23.03.2021
Upplýsingasíður vegna eldgoss í Geldingadal á Reykjanesi sem gefa góðar upplýsingar og ráð.
Það er mikilvægt að kynna sér vel réttar upplýsingar um veður, aðstæður, loftgæði og góð ráð varðandi líðan. Sjá nánar nokkrar mikilvægar upplýsingasíður: