23.11.2020
Frestun á upphafi fjölþættrar heilsueflingar 65+ á Seltjarnarnesi
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid19 var ákveðið að fresta innleiðingu á heilsueflingu 65+ , samstarfsverkefni sem Seltjarnarnesbær og Janus heilsuefling gerðu samkomulag um fyrir eldri bæjarbúa.
20.11.2020
COVID-19: Aukið svigrúm til kennslu í tónlistarskólum
Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð þar sem dregið hefur verið út takmörkunum á skólastarfi í tónlistarskólum. Sjá nánar:
19.11.2020
Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19
Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Sjá nánar:
13.11.2020
Covid19 - Ný reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem mun taka gildi þann 18. nóvember nk. felur í sér varfærnar tilslakanir.
Áfram miðast almenn fjöldatakmörkun við 10 manns og 2ja metra nándarreglu. Íþrótta- og tómstundastarf barna verður heimilað á ný svo nokkuð sé nefnt. Sjá nánar:
03.11.2020
Samkomutakmarkanir og börn skv. Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Leiðbeiningar er varða samneyti barna við önnur börn á tímum hertra sóttvarnaráðstafana sem foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að kynna sér og virða.
02.11.2020
Skólahald í ljósi hertra sóttvarnarreglna - skólar taka til starfa á morgun 3. nóvember
Leik- og grunnskólar, frístund og tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa á morgun skv. hertum reglum. Skólastjórnendur á Seltjarnarnesi hafa sent foreldrum nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á hverju skólastigi.
31.10.2020
Starfsdagur á öllum skólastigum á Seltjarnarnesi mánudaginn 2. nóvember / No School on Monday 2. Nov due to Organizational day
Í ljósi hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19 verður mánudagurinn notaður til að skipuleggja skólastarfið. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.
30.10.2020
Hertar sóttvarnareglur vegna Covid19 taka gildi 31. október
Fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (meginregla), 2ja metra reglan gildir ásamt grímuskyldu þar sem ekki er hægt að uppfylla 2ja metra regluna. Sjá nánar í tilkynningu fá Heilbrigðisráðuneytinu:
29.10.2020
Zebra göngubrautir komnar á strandirnar tengt göngustígnum frá kirkjunni að Höfgörðum.
Til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hafa nú verið settar zebra gangbrautir á allar strandirnar þar sem göngustígurinn frá kirkjunni að Hofgörðum þverar göturnar. Ökumenn eru ennfremur minntir á að hámarkshraði í þessum götum er 30 km eins og í öðrum íbúagötum bæjarins.
29.10.2020
Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.