Vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra að COVID-19 smit breiðist út. Almenn reglugerð gildir frá og með 25. mars og gildir til og með 15. apríl nk. Reglugerð um skólahald gildir gildir frá 25. mars til 31. mars.
Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar. Það er talið meira smitandi en þau sem áður hafa greinst hér á landi. Vegna þessa verður skólahaldi aflýst í grunnskólum og tónlistarskólum. Leikskólar munu starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum.
Seltjarnarnesbær mun grípa til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt reglugerðunum:
- Leikskóli Seltjarnarness verður opinn eftir því sem hægt er skv. reglugerð
- Grunnskóli Seltjarnarness er lokaður
- Tónlistarskóli Seltjarnarness er lokaður
- Skjól og Frístund eru lokuð
- Félagsmiðstöðin Selið og Ungmennahúsið Skelin eru lokuð
- Félagsstarf eldri bæjarbúa er opið í samræmi við sóttvarnatakmarkanir
- Matarþjónusta á Skólabraut er opin í samræmi við sóttvarnatakmarkanir
- Sambýlið Sæbraut 2 - Heimsóknir á sambýlið er takmörkunum háð og eru gestir vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við starfsfólk við komu.
- Fatlaðir einstaklingar - Stefnt er að því að halda úti óskertri þjónustu við fullorðið fatlað fólk og fötluð börn. Verið er að sækja um undanþágur þar að lútandi. Upplýsingum verður miðlað jafnóðum og þær verða tiltækar. Einnig er unnið að því að sækja um undanþágur vegna virkniúrræða
- Barnavernd - engin breyting er á þjónustu barnaverndar.
- Sundlaug Seltjarnarness er lokuð
- Íþróttastarf inni og úti sem krefst snertingar er óheimilt
- Bókasafn Seltjarnarness er opið með 10 einstaklinga fjöldatakmörkunum en auglýstum viðburðum er aflýst
- Bæjarskrifstofur og Þjónustumiðstöð loka húsnæðinu fyrir utanaðkomandi vegna fjöldatakmarkana nema brýna nauðsyn beri til en öll starfsemi er óskert.
- Í allri almennri starfsemi Seltjarnarnesbæjar er farið eftir áður settum viðbragðsáætlunum og hólfunum til að tryggja að fleiri en 10 manns séu ekki saman í rými og hægt verði að tryggja tveggja metra regluna.
Seltjarnarnesbær bendir íbúum og öðrum gestum á eftirfarandi leiðir til að nálgast upplýsingar eða hafa samband:
- Þjónustuver sími: 5959 100
- Netfang: postur@seltjarnarnes.is
- Heimasíða: www.seltjarnarnes.is
- FB síða: https://www.facebook.com/Seltjarnarnesb%C3%A6r-139943012801