Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Götusópun á Seltjarnarnesi verður 11. - 17. maí 
10.05.2021

Götusópun á Seltjarnarnesi verður 11. - 17. maí 

Á morgun 11. maí hefst götusópun á vegum Hreinsitækni. Seltjarnarnesi hefur verið skipt upp í fjögur hólf og verður eitt hólf tekið fyrir á hverjum degi (sjá kort). Íbúar eru beðnir um að fjarlægja bíla sína af götunum á meðan.
Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness verður 17.-21. maí nk.
05.05.2021

Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness verður 17.-21. maí nk.

Lokunin er vegna árlegs viðhalds, hreinsunar, námskeiðs og sundprófs starfsmanna. Sundlaugin opnar aftur kl. 8 laugardaginn 22. maí. 
04.05.2021

Sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021

Nú á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningar á sumarnámskeið barna á vegum Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021. Hér má sjá yfirlit yfir námskeið í boði í sumar sem og tímasetningar varðandi vinnuskólann. http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/sumarnamskeid/ 
Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 3. - 10. maí 2021
27.04.2021

Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 3. - 10. maí 2021

Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.   
Björn Kristinsson tónlistarmaður
14.04.2021

Björn Kristinsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Björn Kristinsson (Bjössi Sax) tónlistarmaður var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 13. apríl. Þetta er í 25. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
14.04.2021

COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, íþróttastarf, sund og heilsurækt opna með takmörkunum sem og sviðslistir og skíðasvæði. Nálægðarmörk á öllum skólastigum fara úr 2 metrum í 1 meter. Sjá nánar:
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
09.04.2021

Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar

Gasmengun getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma og því kynna sér leiðbeiningar þess efnis. Sjá nánar:
Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut
08.04.2021

Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut

Þökkum góða ábendingu frá íbúa þess efnis að lýsing á þessum stað mætti vera betri. Því hefur nú verið kippt í liðinn með því að sett var upp ljós og kantsteinninn við gangbrautina málaður gulur. 
31.03.2021

Covid19 - Skólastarf eftir páska

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.apríl til og með 15. apríl. Allt skólastarf á Seltjarnarnesi hefst því strax eftir páska en skólastjórnendur senda út nákvæmari upplýsingar til foreldra.
Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021
26.03.2021

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ, sjá störf í boði á heimasíðu bæjarins. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.
25.03.2021

Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis tilkynntu að hækkun á neyðarstig tæki við samhliða hertum sóttvarnarreglum frá 25. mars 2021.

25.03.2021

Covid19: Hertar lokanir og takmarkanir hafa margvísleg áhrif hjá Seltjarnarnesbæ

Vegna hópsmita sem upp komu í vikunni gaf Heilbrigðisráðuneytið út nýja reglugerð með hertum aðgerðum sem gildir til og með 15. apríl. Þjónusta Seltjarnarnesbæjar tekur mið af því - sjá nánar:
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?