Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
31.10.2020

Starfsdagur á öllum skólastigum á Seltjarnarnesi mánudaginn 2. nóvember / No School on Monday 2. Nov due to Organizational day 

Í ljósi hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19 verður mánudagurinn notaður til að skipuleggja skólastarfið. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.

30.10.2020

Hertar sóttvarnareglur vegna Covid19 taka gildi 31. október

Fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (meginregla), 2ja metra reglan gildir ásamt grímuskyldu þar sem ekki er hægt að uppfylla 2ja metra regluna. Sjá nánar í tilkynningu fá Heilbrigðisráðuneytinu:
Zebra göngubrautir komnar á strandirnar tengt göngustígnum frá kirkjunni að Höfgörðum.
29.10.2020

Zebra göngubrautir komnar á strandirnar tengt göngustígnum frá kirkjunni að Höfgörðum.

Til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hafa nú verið settar zebra gangbrautir á allar strandirnar þar sem göngustígurinn frá kirkjunni að Hofgörðum þverar göturnar. Ökumenn eru ennfremur minntir á að hámarkshraði í þessum götum er 30 km eins og í öðrum íbúagötum bæjarins.
Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!
29.10.2020

Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!

Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.
21.10.2020

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunasjóði fyrir árið 2021 

Athygli íbúa er vakin á umsóknarfrestinum sem er til 1. desember nk. Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu frá Minjastofnun og á http://www.minjastofnun.is/

Kofi við Norðurströnd sem skapar hættu verður fjarlægður um helgina
20.10.2020

Kofi við Norðurströnd sem skapar hættu verður fjarlægður um helgina

Náðst hefur samkomulag við fulltrúa eiganda kofans sem er í mikilli niðurníðslu að hann verði fjarlægður og verður það gert um helgina. Varað er við hættulegum aðstæðum eins og myndir sýna.
16.10.2020

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 - opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021. 
16.10.2020

COVID-19: Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október

Áfram verða strangar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu - sjá nánar í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. 

06.10.2020

Sundlaug Seltjarnarness lokar tímabundið frá og með 7. október vegna Covid19

Samkvæmt ákvörðun aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins loka allar sundlaugar höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 7. október og þar til annað verður ákveðið af sóttvarnayfirvöldum. 

 

06.10.2020

Covid19 - Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu frá miðvikudeginum 7. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Sjá nánar:
05.10.2020

Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar frá 5. október vegna Covid19 t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu 

Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
04.10.2020

Skrifað undir stofngögn Betri samgangna ohf. og félagið sett á fót

Félaginu er ætlað að hafa yfirumsjón með framkvæmdum  vegna uppbyggingar samgangna í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna hér:

http://ssh.is/frettir/opinbert-hlutafelag-stofnad-um-uppbyggingu-samgonguinnvida

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?