Fara í efni

Covid19 - Skólastarf eftir páska

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.apríl til og með 15. apríl. Allt skólastarf á Seltjarnarnesi hefst því strax eftir páska en skólastjórnendur senda út nákvæmari upplýsingar til foreldra.

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Meðfylgjandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi var unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og tekur í meginatriðum mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur, nema hvað íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar.  Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.

Frétt Stjórnarráðsins:

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=2a0e425d-9214-11eb-8134-005056bc8c60

„Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gera nemendum á öllum skólastigum kleift að ljúka skólastarfinu á sem bestan hátt miðað við aðstæður“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: „Skólasamfélagið hefur sýnt ómældan sveigjanleika og þrautseigju í þessum aðstæðum og fyrir það erum við þakklát og stolt. Þessar ráðstafanir nú eru kunnuglegar mörgum frá því fyrr í vetur en vonandi þurfum við ekki að búa við þær lengi. Við erum bjartsýn þó staðan sé flókin og munum klára þetta saman.“

Leikskólar

  • Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
  • Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.

Grunnskólar

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.

Tónlistarskólar

  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
  • Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
  • Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
  • Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Framhaldsskólar

  • Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
  • Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
  • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Háskólar

  • Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50.
  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella.
  • Blöndun nemenda ekki heimil.
  • Starfsmenn mega fara milli rýma.
  • Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum.

Áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum.

Sjá nánar:




https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=2a0e425d-9214-11eb-8134-005056bc8c60


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?