11.09.2021
Endurborun vinnsluborholu SN-04 Hitaveitu Seltjarnarness er hafin
Framkvæmdin kemur í kjölfar þess óhapps sem varð þann 14. mars sl. þegar að dælurör slitnaði og raskaði þar með rekstraröryggi hitaveitunnar þar sem ekki reyndist unnt að lagfæra borholuna.
03.09.2021
Alþingiskosningar 25. september 2021 - upplýsingar um kjörskrá, kosningu og kjörfund á Seltjarnarnes
Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar mun liggja frammi, almenningi til sýnis frá 15. september á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 á opnunartíma. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 25. september er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.
02.09.2021
Húsgögn nemenda í Valhúsaskóla endurnýjuð
Nemendur hafa fengið ný borð og stóla sem koma virkilega vel út og sáu nemendur um að aðstoða starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar við að flytja gömlu húsgögnin út og þau nýju inn.
02.09.2021
Göngu- og hjólastíg á milli Snoppu og Bakkatjarnar lokað vegna framkvæmda
Stígurinn verður bæði breikkaður og lagfærður þar sem þörf krefur og eru vegfarendur beðnir að gæta að sér á meðan á framkvæmdunum stendur.
28.08.2021
Covid-19: Ný reglugerð vegna tilslakana sem taka gildi 28. ágúst
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna Covid-19.
26.08.2021
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Kringlunni og Smáralind
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Kringlunni og Smáralind mánudaginn 23. ágúst og er opin alla daga vikunnar kl. 10:00-22:00.
23.08.2021
Covid 19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum og taka þær gildi þriðjudaginn 24. ágúst.
18.08.2021
Hraðavaraskilti komin upp á Lindarbrautinni - hámarkshraði 40 km/klst.
Í kjölfar þess að bæjarstjórn samþykkti að hámarkshraði á Lindarbrautinni yrði lækkaður úr 50 km/klst í 40 km/klst hafa nú verið sett upp tvö hraðavaraskilti í sitthvora akstursstefnuna.
11.08.2021
Leikskólinn Sólbrekka lokaður til 17. ágúst vegna Covid-19 smits
Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnayfirvalda hafa öll börn á deildinni Bakka og allt starfsfólk Sólbrekku verið send í sóttkví. Allar aðrar deildir (Ás, Eiði, Bjarg og Grund) eru því lokaðar en börn á þeim deildum eru ekki í sóttkví.
11.08.2021
COVID-19: Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur
Áfram gildir 200 manna fjöldatakmörkun, 1 metra nálægðarregla m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði sem og óbreyttar reglur um grímunotkun. Ný reglugerð gildir til og með 27. ágúst. Sjá nánar: