Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ, sjá störf í boði á heimasíðu bæjarins.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk, 18 ára og eldri (fædd 2003 og eldri) til sumarstarfa í margvisleg störf hjá bænum. Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, störf með börnum og ýmiss afleysingastörf.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (fædd 2001 og eldri) í fjölmörg störf á vegum bæjarins. Um er að ræða störf yfirflokksstjóra, flokksstjóra, leiðbeinenda, skrifstofustörf og fleira.
Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.
Nánari upplýsingar um hvert starf og starfatímabil er á umsóknarsíðu Seltjarnarnesbæjar.