Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
26.05.2021

Kattaeigendur minntir á að taka tilliti til varptíma fugla

Kattaeigendur eru minntir á að þeim ber að taka tillit til varptíma fugla sem stendur yfir frá 1. maí - 31. júlí.

Endurbætur á fráveitukerfi bæjarins
26.05.2021

Endurbætur á fráveitukerfi bæjarins

Í sumar verður haldið áfram með framkvæmdir vegna fráveitunnar en stóru rörin sem liggja við Norðurströndina eru komin á staðinn í þeim tilgangi.
25.05.2021

Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum í dag 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Skráning gesta og viðskiptavina vegna smitrakningar helst óbreytt. Reglugerðin gildir til 16. júní. Sjá nánar:
Framkvæmdum lokið við Eiðistorg
14.05.2021

Framkvæmdum lokið við Eiðistorg

Tilkoma nýrra gönguljósa á nýjum og öruggari stað við Nesveginn marka endalok framkvæmdanna við Eiðistorg þar sem fjölmargt hefur verið gert til að gera umferð gangandi vegfarenda um torgið öruggara.
14.05.2021

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 lagður fyrir bæjarstjórn

Ársreikningurinn lýsir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samkvæmt tilkynningu frá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra en fyrri umræða fór fram á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 12. maí 2021 

Götusópun á Seltjarnarnesi verður 11. - 17. maí 
10.05.2021

Götusópun á Seltjarnarnesi verður 11. - 17. maí 

Á morgun 11. maí hefst götusópun á vegum Hreinsitækni. Seltjarnarnesi hefur verið skipt upp í fjögur hólf og verður eitt hólf tekið fyrir á hverjum degi (sjá kort). Íbúar eru beðnir um að fjarlægja bíla sína af götunum á meðan.
10.05.2021

Covid19 - Fjöldatakmarkanir 50 manns og fleiri tilslakanir frá og með 10. maí

Í dag, mánudag, tóku gildi ýmsar tilslakanir á sóttvarnarreglum, bæði almennt en líka hvað varðar skólastarf og landamærin. Sjá nánar í frétt:

Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness verður 17.-21. maí nk.
05.05.2021

Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness verður 17.-21. maí nk.

Lokunin er vegna árlegs viðhalds, hreinsunar, námskeiðs og sundprófs starfsmanna. Sundlaugin opnar aftur kl. 8 laugardaginn 22. maí. 
04.05.2021

Sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021

Nú á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningar á sumarnámskeið barna á vegum Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021. Hér má sjá yfirlit yfir námskeið í boði í sumar sem og tímasetningar varðandi vinnuskólann. http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/sumarnamskeid/ 
Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 3. - 10. maí 2021
27.04.2021

Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 3. - 10. maí 2021

Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.   
Björn Kristinsson tónlistarmaður
14.04.2021

Björn Kristinsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Björn Kristinsson (Bjössi Sax) tónlistarmaður var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 13. apríl. Þetta er í 25. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
14.04.2021

COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, íþróttastarf, sund og heilsurækt opna með takmörkunum sem og sviðslistir og skíðasvæði. Nálægðarmörk á öllum skólastigum fara úr 2 metrum í 1 meter. Sjá nánar:
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?