Fara í efni

Verklegar framkvæmdir við gatnakerfi á Seltjarnarnesi.

Í vor hófust framkvæmdir við að lagfæra göngustíga við sjávarströndina sem skemmst höfðu í óveðri í vetur. Stígur út í Suðurnes var malborin og heflaður en hann fór óvenju illa í sjógangi á síðastliðnum vetri.

SuðurströndÍ vor hófust framkvæmdir við að lagfæra göngustíga við sjávarströndina sem skemmst höfðu í óveðri í vetur. Stígur út í Suðurnes var malborin og heflaður en hann fór óvenju illa í sjógangi á síðastliðnum vetri.

Við Norðurströndina á Mýrarhúsatanga var sjóvörn hækkuð og var það verk unnið í febrúar. Í vor var stígur þar endurgerður og hafa starfsmenn bæjarins unnið að því að verja betur göngustíginn með steyptum kanti þar sem ágangur sjávar hefur verið hvað mestur við Norðurströndina.

Á Suðurströnd milli Nesbala og Bakkavarar hefur nú í maí verið unnið að því að leggja holræsalögn til að veita regnvatni af Suðursrönd og nú er nýlokið við að steypa kantstein. Í júní verður síðan unnið að yfirborðsfrágangi meðfram götunni.

Holræsalögn við SuðurströndVíða í bænum hefur verið unnið að viðhaldi gangstétta. Gangstétt og lýsing sunnan megin við Hæðarbraut endurnýjuð og er það verk komið vel á veg.

Önnur helstu verkefni eru, malbikun á vegi frá Bygggörðum að Snoppu og lagfæringar á íbúðargötum en í ár er áætluð fjárveiting sjö milljónir í malbiksyfirlagnir á íbúðarhúsagötur og verða teknir þeir kaflar sem hvað verst eru farnir.

Nú eru framkvæmdir hafnar við bæjarmörkin á Nesvegi, þar sem nú er unnið að hellulögn þvert yfir götuna.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?