Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur 9. júní nk. kl. 20:00 í Íþróttahúsi Seltjarnarnarness. Æskilegt er a foreldra/forráðamaður mæti með börnum sínum við setningu skólans.
Unglingar fæddir 1988 vinna 8 stundir á dag, 4 daga vikunnar í júní, júlí og mögulega fram í ágúst. Unglingar fæddir 1989 og 1990 vinna 4 stundir á dag 4 daga vikunnar, annars vegar fyrir (15 ára) og hins vegar eftir (14 ára ) hádegi. Aðsetur vinnuskólans verður í sumar á Vallarbrautarvelli og helstu verkefni hans eru líkt og undanfarin ár snyrting og umhirða opinna svæða, gróðursetning sumarblóma, málun leiktækja, hreinsun stétta ásamt garðslætti* fyrir þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem þess óska. Félagslíf er gott í vinnuskólanum og ýmislegt gert til skemmtunar milli þess sem unnið er. Haldinn er íþróttadagur, keiludagur og farið er í skemmtiferð í lok sumars.
Smíðavöllur og matjurtagarðar.
Starfrækur verður smíðavöllur á lóð Valhúsaskóla í tengslum við leikja- og fræðslunámskeið barna en skólagarðar verða aflagðir í ár. Aðsókn hefur dregist saman síðustu ár og þótti ekki fært að halda úti starfsemi á þeim grundvelli. Aftur á móti eru matjurtagarðar líkt og áður leigðir út á vegum bæjarins. Um er að ræða 50m2 beð og er leigugjald kr. 1.000.- Tekið er á móti umsóknum um garða í síma 595 9124.
* Tekið er á móti beiðnum um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í síma 595 9190.