Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.
Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.
Rúmlega þrjátíu klúbbfélagar sjá um hlaupið, en auk þess leggja margir lið. Æskulýðs- og íþróttaráð styrkti hlaupið fjárhagslega og bauð þátttakendum frítt í sund og starfsfólk sundlaugarinnar er boðið og búið til aðstoðar. Starfsfólk áhaldahússins veitir vel þegna aðstoð og fyrirtæki styrkja Neshlaupið með ýmsum hætti.
Hægt er að skoða úrslit á slóðinni www.hlaup.is