Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.
Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.
Þeir sem stunda sjósund telja vinsældir þess ekki síst tilkomnar vegna þess hversu heilsubætandi sundið sé. Heyrst hefur af fjölda fólks sem hefur fengið bót meina sinna eftir að það fór að stunda sjósund þó ekki sé vitað til þess að áhrif sundsins hafi verið rannsökuð.
Hiti sjávarins er breytilegur eftir árstíðum og er frá því að vera mínus tvær gráður á tímabili upp í tólf til þrettán gráður. Heitast hefur vatnið í Seltjörn mælst 18 gráður. Fjölmargir klúbbar eru starfandi í kringum sjósund á Seltjarnarnesi, í Nauthólsvík og víðar og fólk sem hefur áhuga á að reyna getur sett sig í sambandi við þá ef því vantar stuðning til að byrja.