Fara í efni

Stemmning hjá Tolla

Listamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnustofu sína í Ísbirninum síðast liðinn laugardag. Þar sýndi hann myndir og bauð upp á menningardagskrá. Lúðrasveit Seltjarnarness gaf tóninn í upphafi dags og síðan tók Selkórinn við. Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson lásu úr bókum og Bubbi Morthens tróð upp og flutti meðal annars Ísbjarnarblúsinn sem var einkar viðeigandi.

Frá kveðjuhátíðinniListamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnustofu sína í Ísbirninum síðast liðinn laugardag. Þar sýndi hann myndir og bauð upp á menningardagskrá. Lúðrasveit Seltjarnarness gaf tóninn í upphafi dags og síðan tók Selkórinn við. Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson lásu úr bókum og Bubbi Morthens tróð upp og flutti meðal annars Ísbjarnarblúsinn sem var einkar viðeigandi.

Tilefni boðsins var að fagna fyrirhugaðri uppbyggingu miðbæjarsvæðis Seltjarnarness og kveðja Ísbjarnarnhúsið sem senn lýkur hlutverki sínu. Tolli hefur verið með vinnustofu þar um nokkurn tíma en þeir bræður eru báðir Seltirningar. Vel á þriðja hundrað manns mættu í menningarveisluna og kynntu sér í leiðinni fyrirhugaðar framkvæmdir á miðbæjarsvæðinu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?