Fara í efni

Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda

nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa.

Börn að leikÍ nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa. Nemendur munu borða í samkomusalnum. Líklega verður nemendum skipt upp í þrjá hópa og munu þeir borða á tímabilinu frá kl 11:30 til 12:50. Stefnt er að því að ráða matreiðslumeistara og matreiða sem mest á staðnum úr fersku hráefni. Kostnaður verður miðaður við að nemendur greiði hráefnisverð.

Skólaskjólið verður áfram starfrækt fyrir nemendur í 1-3. bekk. Starfsemin flytur í aðra stofu vegna tilkomu mötuneytisins og hafa nemendur áfram aðgang að ýmsum sérgreinastofum. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn að skjólinu, Rut Bjarnadóttir. Rut hefur verið starfsmaður skólans í vetur. Hefur hún leyst af sem forstöðumaður í skjólinu og reynst afar vel.

Undirbúningur heldur áfram vegna stjórnunarlegrar sameiningar skólanna Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla. Sameiningin tekur formlega gildi 1. ágúst nk. Nýtt samræmt skóladagatal fyrir skólaárið 2004-2005 hefur verið birt á heimasíðu skólanna og er það unnið í samvinnu við leikskóla bæjarins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Unnið er að frágangi á nýju skipuriti og í endurskoðun er fjöldi stöðugilda í stjórnun. Nýjar og breyttar starfslýsingar stjórnenda munu brátt verða tilbúnar og ýmis hugmyndavinna er í gangi sem ekki verður getið nánar um að sinni. Þá hafa foreldraráð beggja skólanna komist að samkomulagi um að stofnað verði eitt foreldraráð með þremur aðalmönnum og þremur varamönnum. Nýja foreldraráðið tekur til starfa 1. september nk.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?