Fara í efni

Komið til móts við yngstu Seltirningana

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

Samkvæmt tillögunni er stefnan sú að fjárhæðir þær sem foreldrar greiði til dagmæðra verði sem líkastar því sem kosta myndi að hafa barnið á leikskóla en þangað komast börnin þegar þau verða 18 – 24 mánaða gömul. Tillagan er þannig liður í því að gera vistun hjá dagmæðrum jafnan kost á við leikskólapláss og tryggja bæði afkomu dagmæðra og öryggi foreldra á gæslu fyrir börn undir 2ja ára aldri


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?