Fara í efni

Ljósleiðari í hvert hús á Nesinu

Að frumkvæði meirihlutans hefur bæjarstjórn samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleik á uppsetningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi og forsendur fyrir upplýsingaveitu með tengingu við öll heimili og fyrirtæki í bænum.

Að frumkvæði meirihlutans hefur bæjarstjórn samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleik á uppsetningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi og forsendur fyrir upplýsingaveitu með tengingu við öll heimili og fyrirtæki í bænum.

Málið hefur verið á dagskrá um nokkurt skeið en nú er ætlunin að finna leið til að gera þetta mögulegt. Í greinargerð með tillögunni segir að í ljósleiðaralögn felist mikil tækifæri og hagsmunir fyrir bæjarbúa. Miðað við það sem er gerast í nágrannalöndum okkar og í Asíu skapast með slíkri lögn ný tækifæri fyrir íbúa til menntunar, lífsgæða og afþreyingar. Ljósleiðaratenging er eftirsótt þjónusta sem að öllum líkindum mun treysta verðgildi fasteigna á Seltjarnarnesi enn frekar og tryggir þannig fjárfestingu íbúa. Reynslan í Svíþjóð sýnir t.d. að fasteignir tengdar ljósleiðara eru um 2 – 5% verðmætari en hinar og seljast mun hraðar.

Framkvæmdir í kringum lagningu ljósleiðara geta hugsanlega skapað nokkurn fjölda starfa fyrir ungt fólk, bæði sumarstörf og tímabundin heilsársstörf. Slík störf eru samfélaginu mjög verðmæt en Vinnumálastofnun telur t.a.m. sérstaklega brýnt að huga að störfum fyrir fólk á aldrinum 15-34 ára á næstunni




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?